Séð inn í Hrútadali á ,,bakið” á Reyðarbarmi. Tekið í Gjábakkahrauni. Horft til jökuls úr þjóðgarði.Botnssúlur í sumarblíðunni í dag. Gránar í fjöll? Á myndinn sjást rætur Gagnheiðar, lengst til hægri, á milli Botnssúlna og Ármannsfells. Þar fórum við Hreinn Þorkelsson bróðir með hrossarekstur fyrir margt löngu (1981?), við þriðja mann, stystu leið vestur í Borgarfjörð til þess að fara á kappreiðar í Faxaborg. Ferðin var á margan hátt söguleg, og minnisstætt er að við heimsóttum tvær sögufrægar hestakonur, Ollu í Nýjabæ (Hrossarækt Ollu í Nýja-Bæ) og Boggu á Báreksstöðum (Hvanneyri). Þá var glatt á hjalla………… Hef ég ekki sagt frá því hve þessi vesturfjöll höfða sterkt til mín, toga mig og seiða – og ramma inn ,,mínar sveitir, mína veröld”?Gosmökkurinn bak Grafningsfjöllum – tekið yfrum ,,djúpið mæta, mest á Fróni”. Miðfell í Þingvallasveit næst á mynd. Hverju reiddust goðin, er hraunið brann, er vér stöndum nú á?