Gylfi Þorkelsson tók þessar myndir 2021 af kennileitum við Laugarvatnsvelli
Horft inn Kálfsdal að austanverðu. Kálfstindar.Innst í Kálfsdal. Þarna steypist foss fram af hengifluginu í leysingum.Innst í Kálfsdal. Þarna steypist foss fram af hengifluginu í leysingum.Kálfsdalur. Horft til norðausturs.Kálfsdalur. Horft til austurs.Kálfsdalur framundan. Rani næst til vinstri og upp af honum Stóra-Þverfell.Kálfstindar.Horft suð-vestur með Rana, austanmegin. Stóri-Barmur fjær og Litli-Barmur fjærst.Stóra-Þverfell.Horft suður úr skarðinu inn í Kálfsdal. Lyngdalsheiðin og Þrasaborgir í fjaska.Mikið gil með stórgrýti ber vitni hamförum í leysingatíð.Í Kálfsdal. Horft til norðvesturs. Kálfstindar að baki.Litla-Þverfell, Stóra-Þverfell, Kálfstindar og Anna María.Anna María og tíkin hennar við austurmynni Kálfsdals.Klettaborgir við inngang í Kálfsdal.Kálfstindar t.v., Stóra-Þverfell t.h.Tröllakirkja á Rananum.Tröllakirkja á Rananum.Úr Kálfsdal að austanverðu. Lyngdalsheiðin við sjónhring.Horft inn gilið við mynni Kálfsdals að austanverðu. Sjálfur höfðinginn, Gylfi Þorkelsson.Brúnir. Þarna komu fjallmenn fram og hóuðu á kindur sem oft voru efst í rindum. Stundum þurfti að bíða drjúga stund eftir körlunum (engar konur þá), Jón á Apavatni, Ejólfur í Lækjarhvammi og e.t.v. pabbi. Kannski Birkir hafi verið með í för. Birkir: Já ég var með þessum köppum öllum í minni fyrstu fjallferð haustið sem þú fæddist. Seinna fylgdi ég Jóni fjallkóngi í blindn úr úr Klukkuskarði í niðaþoku. Það var sem betur fer snjóföl og kóngurinn staldraði við og tók áttirnar þegar við lentum á förum okkar eftir þokkalega hringferð. Náðum fljótlega á Hrossadalsbrún og þá var eftirleikurinn auðveldur en ekkert farið á Kálfadalsbrúnir þann daginn.Fram úr Kálfsdal. Lyngdalsheiði.Séð fram Kálfsdal. Litla-Þverfell til hægri og Seljamúli til vinstri. Að baki múlans er Fardalur, þar sem fjallmenn komu niður.Innstu Kálfstindar.Í Kálfsdal. Horft til vesturs á Stóra-Þverfell og Kálfstinda. Anna María, göngugarpur.Horft til norðurs, inn gilið í Kálfsdal.Baklit yfir Laugarvatnsvelli til Lyngdalsheiðar.KálfsdalurHringnum lokað.Upphafspunktur að endingu.